Október 2025 - Gestalistamaður/Guestartist
Gestalistamaður Helena Sivertsen – Húsin í Færeyjum
Olíumálverk Helenu eru undir áhrifum af expressionisma. þar sem þú finnur fyrir ró og ævintýri, í hverju verki. Listamaðurinn leikur sér með skæra og dökka liti, ljós og skugga. Þar fá gömlu húsin nýtt líf, persónuleika og leyndardóma.
Að þessu sinni sýnir Helena collage (klippimyndir) í bland við málverkin.
Helena er fædd árið 1970 og er alin upp í Færeyjum, þar sem hún bjó í einu af þessum húsum til 9 ára aldurs. Hún sækir innblástur til æskuslóðanna sem er enn hennar ævintýraheimur. Helena flutti til Íslands 1993 og hefur búið í Reykjavík síðan þá. Hún stundaði listanám bæði í Færeyjum og í Myndlistarskóla Kópavogs og lauk stúdentsprófi frá Myndlistaskólanum í Reykjavík 2018.
Þetta er áttunda einkasýning Helenu, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga.
Helena er með vinnustofu, Nalla Art, á 2 hæð í Suðurveri. Fólki bíðst að koma á vinnustofu hennar, eftir samkomulagi.
Nalla1@internet.is Instagramm nalla_art Facebook nalla art S.862-8249

Sýningin er opin á opnunartíma gallerísins / The exhibition is open during opening hours of the Gallery.
Sýningarrými til leigu uppl. í síma 511 6767 eða á netfangið birnasmith@hotmail.com
Exhibition space for rent monthly. Contact by phone +354 511 6767 or email birnasmith@hotmail.com