Mars 2025 - Gestalistamaður/Guestartist
Gestalistamaður mars er Sjoddý – Heimur lita, forma og tilfinninga
Sjoddý er íslensk listakona sem umbreytir landslagi, þorpum og höfnum i lífleg og draumkennd málverk. List hennar einkennist af sterkum litum, einföldum formum og einstöku samspili abstrakts og hálf geómetrískra mynda. Hún vinnur fyrst og fremst með akrýl og olíu á striga eða viðarplötu, þar sem hún byggir upp dýpt og hreyfingu með lagskiptingu, áferð og tjáningarríkum pensilstrokum. Verk hennar skapa brú milli raunsæis og fantasíu og draga þann sem á horfir inn í heim þar sem litir og ljós segja sögur handan orða.
Á sýningunni í Art67 fá gestir tækifæri til að upplifa þessa sérstöku sýn á heiminn, þar sem hvert verk segir sína sögu með litum, ljósi og áferð. Sjoddý útskrifaðist frá Myndlistaskólaskólanum á Akureyri árið 2013, einnig hefur hún sótt fjölda námskeiða. Hún hefur bæði haldið fjölda einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.
Opnun Laugardaginn 1. mars milli kl. 14-16. Öll velkomin.
Gsm: +354 820 0559 – Email: sjoddy@gmail.com – Instagram: https://www.instagram.com/sjoddy_art
Gallerí: www.sjoddy.is , www.singulart.com -> Sjoddý og www.artzy.net -> Sjoddý

Sýningin er opin á opnunartíma gallerísins / The exhibition is open during opening hours of the Gallery.
Sýningarrými til leigu uppl. í síma 511 6767 eða á netfangið birnasmith@hotmail.com
Exhibition space for rent monthly. Contact by phone +354 511 6767 or email birnasmith@hotmail.com