Desember 2025 - Gestalistamaður/Guestartist

Kristín Hálfdánardóttir er hárgreiðslumeistari og grafískur hönnuður. „Þessi skapandi bakgrunnur hefur mótað listræna nálgum mína þar sem sjónræn hugsun, formsköpun og efnisvinna fléttast saman í ljóðrænan myndheim“. 

Kristín stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Myndlistarskóla Kópavogs, Tækniskólann, Art2Life Academy og Pamela Caughey / Art & Success Pro. Hún hefur sótt fjölbreytt námskeið hjá meðal annars Bjarna Sigurbjörnssyni, Ringling College of Art and Design og Danni Dawson. Í námi hjá Pamelu Caughey kynntist hún blöndun á köldu vaxi og olíu, efnisvinnu sem hefur orðið stór hluti af sköpun hennar ásamt blandaðri tækni. Hún hefur þróast frá raunsæi yfir í meira abstrakt — og fléttar þessu tvennu stundum saman.

Í verkum sínum leggur hún sérstaka áherslu á hönnun, litafræði, gildi, leik og að leiða áhorfandann í gegnum ferðalag um myndflötinn. Fyrir henni er mikilvægt að áhorfandinn upplifi ánægju, fái góða tilfinningu og njóti þess rýmis sem hún skapar í hverju einasta verki.

Kristín verður með opnun laugardaginn 6. desember milli kl. 14-16. Öll velkomin.

khalf@simnet.is    Instagram; kristinhalfdanar    Facebook Art-KrHalfdanar  S.698 1342

Kristin Halfdanard

Sýningin er opin á opnunartíma gallerísins / The exhibition is open during opening hours of the Gallery.

Sýningarrými til leigu uppl. í síma 511 6767 eða á netfangið birnasmith@hotmail.com

Exhibition space for rent monthly. Contact by phone +354 511 6767 or email birnasmith@hotmail.com