Gestalistamaður febrúar er Jón Sigurðsson. Hann byrjaði seint að stunda list sína en gerir það af mikilli ástríðu bæði í abstrakt og geometríu. Hann er sjálfmenntaður listamaður en hefur sótt þekkingu sína úr ýmsum áttum og sótti meðal annars námskeið á yngri árum í Myndlista-og handíðaskóla Íslands hjá Braga Ásgeirssyni og Leifi Breiðfjörð.
Jón vinnur bæði í olíu og akrýl með penslum og spaða og fær innblástur fyrir verk sín úr íslenskri náttúru og tónlist frá sjöunda áratug tuttugustu aldar.
Opnun laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Léttar veitingar, allir velkomnir.
Netfang; nonnisig33@gmail.com. Sýningin stendur til loka febrúar og er sölusýning.