Júní 2021

Litka Myndlistarfélag var stofnað 16. apríl 2009 og telur yfir 100 meðlimi. Litka hefur haldið margar samsýningar í gegnum árin meðal annars í Hörpu, Ráðhúsi Reykjavíkur, Gallerí Göng, Hjá Ófeigi, Gróskusalnum í Garðabæ og nokkrum sinnum hér í ART67. Að þessu sinni er þema sýningarinnar þrír aðallitir Prussian blue, Alizarin Crimson og Deep gold ásamt svörtu og hvítu. Myndefnið er frjálst en öll verkin eru í stærðinni 40 x 40 cm. Það er áskorun fyrir listamann að vinna að list sinni með takmarkaða litapalletu eða liti sem hann er ekki vanur að nota. Viðkvæði margra við skil voru, „Ég nota aldrei Prussian blue“ eða „Ég nota aldrei svartann ég bý hann alltaf til“. Þess vegna er svo áhugavert að sjá þessa fallegu litaflóru út frá þessum fáu litum og ólíkar útkomur, litasamsetningar og litablöndur. Tuttugu og fjórir meðlimir félagsins ákváðu að taka þátt í þessari sýningu. Útkoman er jafn fjölbreytt og listamennirnir eru margir svo njótið litanna. Heiti sýningarinnar er „Sumrinu fagnað“.

Sýningin er opin á opnunartíma gallerísins / The exhibition is open during opening hours of the Gallery.

Rými til leigu fyrir listamenn, einn mánuð í senn. Upplýsingar í síma 511 6767