Júlí 2024 - Gestalistamaður/Guestartist

Sighvatur Karlsson (1959) er gestalistamaður júlí mánaðar. Hann var lengi sóknarprestur í Húsavíkursókn. Nú er hann prestur í Hafnarfjarðarkirkju í hlutastarfi. Sighvatur hefur um árabil stundað myndlist í frístundum. Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt enda margt sem heillar augað í íslenskri náttúru þar sem litapaletta skaparans blasir við augum.

Undanfarna fimm vetur hefur hann stundað nám við Myndlistaskóla Kópavogs í frjálsri málun og blandaðri tækni undir leiðsögn  kennara, m.a. Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar, Ingimars Waage og Söru Vilbergsdóttur.

Í skólanum hefur hann verið að kynna sér samspil lita, tilfinninga og tónlistar. Undanfarið hefur hann málað abstract myndir af ýmsum stærðum  þar sem geometrískir litafletir þekja strigann. Hringformið heillar líka því að það býður upp á hreyfingu mýkt og fegurð sem fær áhorfandann til að líða vel í sál og sinni.

Netfang: sighvaturk@gmail.com / sími 861 2317

Formleg opnun verður laugardaginn 6 júlí kl. 14.00 til 16.00  Léttar veitingar í boði. Öll velkomin.

Sighvatur

Sýningin er opin á opnunartíma gallerísins / The exhibition is open during opening hours of the Gallery.

Sýningarrými til leigu uppl. í síma 511 6767 eða á netfangið birnasmith@hotmail.com

Exhibition space for rent monthly. Contact by phone +354 511 6767 or email birnasmith@hotmail.com