Mars 2024 - Gestalistamaður/Guestartist

GUGGA,Guðbjörg Sigmundsdóttir (f.1953) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1976, síðan í Sjúkraliðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 1980. Á árunum 1999-2001 stundaði hún nám í History of Culture and Art við University of Bath, Englandi.Guðbjörg hefur um árabil stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Málaskólanum Mími og Myndlistaskóla Kópavogs. Hún  hefur verið með einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis.

Tímamót – Sýningin er hugleikin  náttúru Íslands og litlum sjávar þorpum. Abstrakt form, leikur að formum og litum. Útkoman er alla jafna tilviljanakennd, enda reyni ég að virkja undirvitundina við sköpunina. Áskorunin er fólgin í að stilla saman formum og litum úr náttúru Íslands og varpa því á striga. Þetta er norræn listræn nálgun þar sem landslagið tengist tilbeiðslu og dulúð. Fyrir Íslending er landslagið heilagt, eitthvað sem við tilbáðum og óttuðumst í margar aldir. Í dag er landið og vatnið okkar dýrmætasta djásn, hið íslenska litaspjald og sú litadýrð sem býr í íslenskri náttúru. Myndirnar eru olíumálverk unnar á striga.

Sími; +354 863-5311     Email; gsigm@centrum.is     Facebook; GuggaArt

Gudbjorg

Sýningin er opin á opnunartíma gallerísins / The exhibition is open during opening hours of the Gallery.

Sýningarrými til leigu uppl. í síma 511 6767 eða á netfangið birnasmith@hotmail.com

Exhibition space for rent on a monthly basis. Contact by phone +354 511 6767 or email birnasmith@hotmail.com