September 2021

Haustvindar úr suðri

Lista og menningarfélag Vestmannaeyja er gestalistamaður september mánaðar. Félagið var stofnað í mars 2019. Markmið með stofnun þess var að sameina lista- og handverksfólk eyjanna. Fyrsta starf félagsins var að finna húsnæði undir starfsemi þeirra félagsmanna sem óskuðu eftir að fá vinnuaðstöðu. Þegar húsnæðið var fundið í september sama ár fór listastarfsemin í gang. Félagsmenn eru orðnir yfir 60 og í húsnæðinu leigja 32 félagsmenn vinnuaðstöðu. 21 félagsmaður tekur þátt í þessari samsýningu sem ber heitið „Haustvindar úr suðri“ en öll verkin eru til sölu í stærðinni 40 x 40 cm.

Sýningin opnar laugardaginn 4. september kl. 14.00. ALLIR VELKOMNIR                     facebook; Lista og menningarfélag Vestmannaeyja

Sýningin er opin á opnunartíma gallerísins / The exhibition is open during opening hours of the Gallery.

Sýningarrými til leigu uppl. í síma 511 6767 eða á netfangið birnasmith@hotmail.com

Exhibition space for rent on a monthly basis. Contact by phone +354 511 6767 or email birnasmith@hotmail.com