María Manda

Fædd í Reykjvaík 1960, hóf starfsferil sinn sem fata- og búningahönnuður. 1997 hóf hún störf sem formhönnuður umbúða hjá Kassagerð Reykjavíkur og síðar hjá Prentmet. Í dag er hún sjálfstæður umbúðahönnuður. Með hléum frá unga aldri hefur hún stundað listmálun hjá mörgum listamönnum og haldið bæði einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum í hönnun og list.

“ Ég elska að mála. Fyrir mér að mála er eins og andleg íhugun. Líkast því að ég sé milli svefns og vöku. Hreyfing handarinnar er ósjálfráð og smátt og smátt mótast myndin með ófyrirsjánalegri útkomu. Ég fæ hugmyndir allsstaðar og hvergi en listin veitir mér andlega endurnýjun og vellíðan.  Flest verkin mín hafa húmaníska nálgun með skoplegu ívafi en alvarlegum undirtón.  Ég vona að fólk gefi sér tíma til að sjá hið óræða.”

Born in Reykjavík 1960 started out as a fashion and costume designer. In 1997 changed profession to packaging design working in production companies and now independently. From early years with intervals studied art by many artists. She has done many private and group exhibitions both in art and design.

“I love to paint. Painting is like meditation. When I paint it´s like I´m half-awake or half-asleep and my hand just moves absentmindedly with unforeseeable result. My ideas come from everywhere and nowhere. Painting simply nourishes me spiritually and increases my sense of well-being. Many of my paintings have humanistic approach through humor but with serious undertone. I hope that people take time to see beyond”